Lalli Johns
Lárus Björn Svavarsson | |
---|---|
Fæddur | 12. september 1951 Reykjavík, Ísland |
Dáinn | 11. maí 2025 (73 ára) Reykjavík, Ísland |
Önnur nöfn | Lalli Johns |
Börn | 4 |
Lárus Björn Svavarsson, oftast kallaður Lalli Johns eða Lalli djóns, (f. 12. september 1951, d. 11. maí 2025) var íslenskur smáglæpamaður.[1]
Árið 2001 varð Lalli landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar, Lalli Johns, sem fjallar um líf Lalla.
Auglýsing Öryggismiðstöðvarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2007 lék Lalli í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina, sem birtar voru í fjölmiðlum. Þar var Lárus gerður að holdgervingi þess sem fólk ætti að varast. Öryrkjabandalag Íslands kærði auglýsingastofuna Himinn og haf (heitir nú PIPAR\TBWA) sem framleiddi umræddar auglýsingarnar, til Sambands íslenskra auglýsingastofa fyrir að hafa brotið gegn siðareglum og starfsreglum sambandsins.[2]
Ástæða kæranda er að í umræddum auglýsingum sé verið að vekja ótta meðal almennings á öllu heimilislausu fólki en þar sem margir heimilislausir einstaklingar eru öryrkjar þá telur Öryrkjabandalag Íslands sér skyld að gæta hagsmuna þeirra þegar að þeim er vegið en Lalli Johns er þekktur meðal almennings sem heimilaus maður. Auglýsingarnar voru fljótt teknar úr birtingu.[3]
Seinni ár
[breyta | breyta frumkóða]Á árunum 1969 til 2009 fékk Lárus 42 dóma, nær eingöngu fyrir þjófnað. Hann sneri seinna við blaðinu og var edrú í um 20 ár. Hann dvaldi síðustu ár ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavík.[4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hjálmar Friðriksson (2018). „Lalli Johns lifir“. DV.
- ↑ Öryrkjabandalagið kærir auglýsingar með Lalla Johns
- ↑ Daníel Isebarn Ágústsson (2007). „Kærubréf ÖBÍ“ (PDF). Sótt 05. maí 2013 2007.
- ↑ Rafn Ágúst Ragnarsson (5 nóvember 2025). „Lalli Johns er látinn“. Vísir.is. Sótt 12 maí 2025.