Wikipedia:Vissir þú...
Útlit

- … að nígeríski einræðisherrann Sani Abacha er stundum sagður hafa látist úr ofneyslu frygðarauka?
- … að Caral-Supe-menningin er elsta þekkta siðmenningarsamfélag Ameríku og ein af sex vöggum siðmenningar?
- … að trúarhópur Alavíta lítur á Alí ibn Abu Talib, einn eftirmanna Múhameðs spámanns, sem holdgerving Guðs?
- … að sjúkdómurinn ristill kemur upp þegar hlaupabóluveira í líkamanum vaknar af dvala, oft mörgum árum eftir að maður hefur sýkst af hlaupabólunni?
- … að tunglvik (sjá mynd) valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu?