Forsíða
60.102 greinar á íslensku.
Woodstock
Woodstock var tónlistarhátíð sem haldin var í Bethel í New York-fylki dagana 15. – 18. ágúst árið 1969. Hátíðin hefur oft verið kölluð „Hátíð tónlistar og friðar“ og er hún talin einn merkasti viðburður tónlistarsögunnar. Hátíðin var kynnt á þennan hátt: „Woodstock Music Festival; An Aquarian Exposition: Three Days of Peace and Music“. Ekki leikur vafi á öðru en að slagorðið hafi haft áhrif því að á hátíðina mættu um hálf milljón manns. Allt þetta fólk var mætt á 600 ekru bóndabýli í þeim tilgangi að vera í tengingu við náttúruna, hlusta á tónlist og njóta friðarins.
Á þessum tímum var hugtakið friður mjög áberandi í samfélaginu og fólk lagði mikið upp úr því að halda hann. Atburðir eins og Víetnamstríðið spiluðu þar virkan þátt en hátíðin hefur með tíð og tíma orðið eins konar táknmynd fyrir hippatímabilið. Skipuleggjendur hátíðarinnar voru fjórir ungir menn John Roberts, Joel Rosenman, Artie Kornfeld og Mike Lang, sá yngsti var þá 27 ára gamall.
Vissir þú...

- … að nígeríski einræðisherrann Sani Abacha er stundum sagður hafa látist úr ofneyslu frygðarauka?
- … að Caral-Supe-menningin er elsta þekkta siðmenningarsamfélag Ameríku og ein af sex vöggum siðmenningar?
- … að trúarhópur Alavíta lítur á Alí ibn Abu Talib, einn eftirmanna Múhameðs spámanns, sem holdgerving Guðs?
- … að sjúkdómurinn ristill kemur upp þegar hlaupabóluveira í líkamanum vaknar af dvala, oft mörgum árum eftir að maður hefur sýkst af hlaupabólunni?
- … að tunglvik (sjá mynd) valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu?
Fréttir

- 28. apríl: Frjálslyndi flokkurinn fer með sigur í þingkosningum í Kanada.
- 21. apríl: Frans páfi (sjá mynd) deyr.
- 13. apríl: Daniel Noboa er endurkjörinn forseti Ekvador.
- 4. apríl: Yoon Suk-yeol er endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
- 2. apríl: Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir fjölda nýrra tolla á innfluttar vörur frá flestum ríkjum heimsins.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Frans páfi (21. apríl) • Mario Vargas Llosa (13. apríl) • Steindór Andersen (12. apríl) • Friðrik Ólafsson (4. apríl)
1. maí
- 2006 - Bólivía undir stjórn Evo Morales þjóðnýtti allar gas- og olíulindir landsins.
- 2009 - Svínaflensa greindist í fyrsta sinn í Danmörku.
- 2009 - Lög um hjónabönd samkynhneigðra gengu í gildi í Svíþjóð.
- 2011 - Jóhannes Páll 2. páfi var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.
- 2015 - Heimssýningin Expo 2015 hófst í Mílanó.
- 2016 - Skógareldar í Fort McMurray í Kanada eyðilögðu 505 hektara lands og 2400 byggingar.
- 2017 - Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður.
Systurverkefni
|