Forsíða
60.155 greinar á íslensku.
Woodstock
Woodstock var tónlistarhátíð sem haldin var í Bethel í New York-fylki dagana 15. – 18. ágúst árið 1969. Hátíðin hefur oft verið kölluð „Hátíð tónlistar og friðar“ og er hún talin einn merkasti viðburður tónlistarsögunnar. Hátíðin var kynnt á þennan hátt: „Woodstock Music Festival; An Aquarian Exposition: Three Days of Peace and Music“. Ekki leikur vafi á öðru en að slagorðið hafi haft áhrif því að á hátíðina mættu um hálf milljón manns. Allt þetta fólk var mætt á 600 ekru bóndabýli í þeim tilgangi að vera í tengingu við náttúruna, hlusta á tónlist og njóta friðarins.
Á þessum tímum var hugtakið friður mjög áberandi í samfélaginu og fólk lagði mikið upp úr því að halda hann. Atburðir eins og Víetnamstríðið spiluðu þar virkan þátt en hátíðin hefur með tíð og tíma orðið eins konar táknmynd fyrir hippatímabilið. Skipuleggjendur hátíðarinnar voru fjórir ungir menn John Roberts, Joel Rosenman, Artie Kornfeld og Mike Lang, sá yngsti var þá 27 ára gamall.
Vissir þú...

- … að nígeríski einræðisherrann Sani Abacha er stundum sagður hafa látist úr ofneyslu frygðarauka?
- … að Caral-Supe-menningin er elsta þekkta siðmenningarsamfélag Ameríku og ein af sex vöggum siðmenningar?
- … að trúarhópur Alavíta lítur á Alí ibn Abu Talib, einn eftirmanna Múhameðs spámanns, sem holdgerving Guðs?
- … að sjúkdómurinn ristill kemur upp þegar hlaupabóluveira í líkamanum vaknar af dvala, oft mörgum árum eftir að maður hefur sýkst af hlaupabólunni?
- … að tunglvik (sjá mynd) valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu?
Fréttir

- 8. maí: Robert Francis Prevost kardínáli (sjá mynd) er kjörinn páfi undir nafninu Leó 14.
- 6. maí: Friedrich Merz tekur við embætti kanslara Þýskalands.
- 3. maí: Verkamannaflokkurinn vinnur sigur í þingkosningum í Ástralíu.
- 28. apríl: Frjálslyndi flokkurinn fer með sigur í þingkosningum í Kanada.
- 21. apríl: Frans páfi deyr.
- 13. apríl: Daniel Noboa er endurkjörinn forseti Ekvador.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Lalli Johns (11. maí) • Gunnlaugur Claessen (1. maí) • Hrafn Bragason (27. apríl) • Frans páfi (21. apríl) • Mario Vargas Llosa (13. apríl)
12. maí
- 2007 - Serbía sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007 með laginu „Molitva“.
- 2008 - Jarðskjálftinn í Sesúan 2008 olli yfir 69 þúsund dauðsföllum í Kína.
- 2009 - Samtök fullveldissinna voru stofnuð gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.
- 2010 - Afriqiyah Airways flug 771 hrapaði við Alþjóðaflugvöllinn í Trípólí með þeim afleiðingum að 103 af 104 um borð fórust.
- 2012 - Heimssýningin Expo 2012 hófst í Yeosu í Suður-Kóreu.
- 2014 - Alþýðulýðveldið Luhansk lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
- 2015 - Annar jarðskjálfti reið yfir Nepal með þeim afleiðingum að 218 létust.
- 2016 - Dilma Rousseff var vikið úr embætti sem forseti Brasilíu eftir að vantraust var samþykkt á hana.
- 2017 - Hrina gagnagíslatökuárása var gerð á tölvur um allan heim.
- 2018 - Söngkonan Netta Barzilai sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018 fyrir Ísrael með laginu „Toy“.
- 2019 - Ómanflóaatvikið 2019: Fjögur flutningaskip voru skemmd nærri höfninni í Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bandaríkjastjórn sakaði Íran um að standa á bak við árásirnar.
Systurverkefni
|